Gjafahugmyndir
Án þess að vilja ofbjóða neinum með væmni eða tilfinningasukki er rétt að taka fram að það sem skiptir okkur mestu máli er að okkar ástkæru vinir og ættingjar sjái sér fært að mæta og eiga með okkur gæðastundir. Gjafir eru því aukaatriði og í raun óþarfar. Hins vegar erum við nógu miklir mannfræðingar til að átta okkur á menningarlegu mikilvægi gjafahefða á tímamótum og viljum vitaskuld ekki koma menningarlegum festum í ójafnvægi.

Áður en lengra er haldið verður þó að koma fram að skrautmunir hvers konar eru með öllu afþakkaðir.
Okkur datt hins vegar í hug að óska eftir gjafabréfum hjá:
Flugleiðum
IKEA
Húsasmiðjunni
Heimilistækjum
Einnig erum við gefin fyrir hljómlist og þætti gaman að fá hana í einhverju formi (geisladiskar, vínilplötur, frumsamdar aríur o.s.frv.)


Einhverra hluta vegna eigum við aldrei nóg af myndarömmum (tómum). Eina skilyrðið er að hægt sé að hengja þá á vegg.


Svo viljum við benda á að okkur þykir ekki leiðinlegt að skoða blöð og tímarit til að auðga andann (athugið að myndirnar hér eru valdar af handahófi). Treystum á innsæi velviljaðra við valið - þess má geta að við erum sem stendur ekki áskrifendur að neinu.
Og að lokum: allt sem gestirnir okkar búa til sjálfir er ómetanlegt.



En enn og aftur - aðalatriðið er að mæta og halda uppi stemmningunni... ;)

Áður en lengra er haldið verður þó að koma fram að skrautmunir hvers konar eru með öllu afþakkaðir.
Okkur datt hins vegar í hug að óska eftir gjafabréfum hjá:
Flugleiðum
IKEA
Húsasmiðjunni
Heimilistækjum







Og að lokum: allt sem gestirnir okkar búa til sjálfir er ómetanlegt.



En enn og aftur - aðalatriðið er að mæta og halda uppi stemmningunni... ;)