Nánar um gistimöguleika
Af því að okkur langar að gera sem mest úr samverunni við fólkið sem við hittum allt of sjaldan - hvað þá allt í einu, þá viljum við gjarnan fá sem flesta til að gista.
Fjórir möguleikar koma til greina (þó að við höfum álpast til að geta aðeins tveggja á boðskortinu):
1. Tjald.
Við Logaland (eylítið til hliðar, hægra megin og bak við ef staðið er fyrir framan húsið) er slétt og fín flöt sem staðarhaldari kynnti fyrir okkur sem ,,tjaldstæðið". Tjaldbúar hafa aðgang að aðstöðunni í félagsheimilinu, en rétt er að taka fram að þar eru engar sturtur. Fosshótel Reykholt er þó innan seilingar, svo er sundlaug á Varmalandi og eflaust kemur eitthvað fleira til greina fyrir þá sem ekki treysta sér í lækinn...
2. Svefnpokapláss
Á Fosshóteli Reykholti er hægt að fá að gista í svefnpokaplássi (nokkrir saman í sal) á 1.000.- á mann. Morgunmatur er innifalinn.
3. Einstaklingsherbergi
Á Fosshóteli Reykholti er hægt að fá gistingu í eins manns herbergi með baði á 4.000.- á mann. Morgunmatur er innifalinn.
4. Tveggja manna herbergi
Á Fosshóteli Reykholti er hægt að fá gistingu í tveggja manna herbergi með baði á 5.000.- á mann. Morgunmatur er innifalinn.
Þeir sem eru með börn geta látið bæta inn aukarúmi /-rúmum.
Þessi verð sem hér eru tilgreind eru sérstök tilboðsverð sem Fosshótelkeðjan var svo væn að bjóða okkur. Við verðum hins vegar að láta vita fyrir 1. júlí n.k. hve margir af gestum okkar þiggja gistingu af þessu tagi svo að ekki sé haldið frá herbergjum sem ella væru aðgengileg venjulegum hótelgestum.
Ef einhver vill skoða Fosshótel Reykholt nánar: http://www.fosshotel.is/is/hotel/fosshotel_reykholt.html
Fjórir möguleikar koma til greina (þó að við höfum álpast til að geta aðeins tveggja á boðskortinu):
1. Tjald.
Við Logaland (eylítið til hliðar, hægra megin og bak við ef staðið er fyrir framan húsið) er slétt og fín flöt sem staðarhaldari kynnti fyrir okkur sem ,,tjaldstæðið". Tjaldbúar hafa aðgang að aðstöðunni í félagsheimilinu, en rétt er að taka fram að þar eru engar sturtur. Fosshótel Reykholt er þó innan seilingar, svo er sundlaug á Varmalandi og eflaust kemur eitthvað fleira til greina fyrir þá sem ekki treysta sér í lækinn...
2. Svefnpokapláss
Á Fosshóteli Reykholti er hægt að fá að gista í svefnpokaplássi (nokkrir saman í sal) á 1.000.- á mann. Morgunmatur er innifalinn.
3. Einstaklingsherbergi
Á Fosshóteli Reykholti er hægt að fá gistingu í eins manns herbergi með baði á 4.000.- á mann. Morgunmatur er innifalinn.
4. Tveggja manna herbergi
Á Fosshóteli Reykholti er hægt að fá gistingu í tveggja manna herbergi með baði á 5.000.- á mann. Morgunmatur er innifalinn.
Þeir sem eru með börn geta látið bæta inn aukarúmi /-rúmum.
Þessi verð sem hér eru tilgreind eru sérstök tilboðsverð sem Fosshótelkeðjan var svo væn að bjóða okkur. Við verðum hins vegar að láta vita fyrir 1. júlí n.k. hve margir af gestum okkar þiggja gistingu af þessu tagi svo að ekki sé haldið frá herbergjum sem ella væru aðgengileg venjulegum hótelgestum.
Ef einhver vill skoða Fosshótel Reykholt nánar: http://www.fosshotel.is/is/hotel/fosshotel_reykholt.html
0 Comments:
Post a Comment
<< Home